RPSP óskar eftir umsóknum um gestadvalir

Reykjavík Public Space Programme, (RPSP) er nýr, sjálfstæður hluti artFart sem snýr að staðsértækum verkum og list í almenningsrýmum. Nú leitar RPSP eftir listamönnum/hópum í þrjár þriggja vikna gestadvalir (residencies). Þetta frábæra tækifæri hæfir þeim sem hafa áhuga á að skapa og rannsaka lifandi viðburði í almenningsrýmum (live art in public spaces) og mun RPSP sjá útvöldu listafólki fyrir vinnurými, markaðssetningu, þóknun og ferð á ANTI útileiklistarhátíðina í Kupio, Finnlandi.

Sérstakur ‘coach’ gestadvalanna er Inga Maren Rúnarsdóttir en hún hefur m.a. unnið með Willi Dorner í ‘bodies in urban spaces’. Inga Maren hefur einnig nýlega lokið þátttöku í 50 days of flying low and passing through með David Zambrano.

Umsókn um gestadvöl á RPSP 2010

RPSP og artFart eru styrkt af Kulturkontakt Nord og Reykjavíkurborg

Merki ReykjavíkurborgarKulturkontakt Nord Logo

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Gestadvalir, RPSP. Bókamerkja beinan tengil.

2var við RPSP óskar eftir umsóknum um gestadvalir

 1. Karl E.Austan sagði:

  Vinsamlegast segið mér hvað staðsértæk listaverk er.
  Karl E. Austan.

  • artfartfestival sagði:

   Sæll Karl,
   staðsértæk verk eða „site-specific“ verk eins og þau kallast á ensku eru listaverk sem unnin eru sérstaklega út frá þeim stað sem þau eru framkvæmd. Þetta getur auðvitað tæknilega séð átt við mörg leik- og dansverk sem sýnd eru í hefðbundnari sýningarrýmum en oftast er talað um staðsértæki þegar átt er við verk í óhefðbundnum listrýmum þar sem þær upplýsingar sem fengnar eru úr rýminu eru túlkaðar yfir í listaverk.

   Bestu kveðjur,
   Sigurður Arent

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s