Anna Asplind

Dancewalks
Upplifðu Reykjavík með mp3 spilaranum þínum.
Núna er tækifærið til að upplifa eitthvað sem þú hefur aldrei upplifað áður. Gakktu um Reykjavík með fyrirmælum frá MP3 spilaranum. Dancewalks er verk framleitt af Önnu Asplind og hefur slegið í gegn víða um heim síðan það var frumsýnt í Berlín árið 2009.
Dancewalks veltir upp spurningunni hvað er hægt að gera innan borgarrýmis og hvaða hegðun er leyfileg í almenningsrýmum. Með borgina sem tæki og upphaf innblásturs, hefur einföld ganga þróast yfir í dansupplifun.

Það er ekki nauðsynlegt að vera dansari, það er ekki til rétt eða rangt, þú dansar eftir þínu höfði.
Möguleiki er á því að fara í gönguna í hóp eða einn, hvenær sem þér hentar.

Niðurhalaðu göngunni hér: www.artfart.is
eða komdu í Hugmyndahúsi háskólanna og fáðu lánað tæki.
Farðu á upphafsstaðinn, ýttu á play, hlustaðu á leiðbeiningarnar og leyfðu þér að fljóta inn í heim hreyfinga, forms og tónlistar.

Fyrir meiri upplýsingar: www.dancewalks.blogg.se

Anna Asplind er fædd í Svíþjóð. Hún lærði dans við Sceneindgangen í Kaupmannahöfn og við Ballettakademíuna í Gautaborg. Hún hóf þróun Dancewalks í Berlín og hefur verkið verið sýnt í Gautaborg, Karlstad og Boras.

Fer af stað frá Hugmyndahúsi Háskólanna, Grandagarði 2

Sýningartími:
14 ágúst 14 – 17
16 ágúst 16-19
18 ágúst 16-19
20 ágúst 17-19

Auglýsingar