Bottlefed

Pure Pleasure Seekers

Hreyfing, rými, ljós, einfaldleiki og sælgæti – það er það sem við bjóðum upp á … Við munum búa til umhverfi þar sem fólki er boðið að kanna hvað veitir því ánægju sem áhorfendur. Að upplifa sælu er huglægt og mismunandi hvað sæla er hjá hverjum og einum. Sem áhorfandi, hvenær upplifir þú vellíðan eða vanlíðan? Hvar liggja mörkin þar á milli? Með verkinu veitum við áhorfandanum tækifæri til þess að skoða sín mörk.

Bottlefed er sviðslistahópur sem vinnur á alþjóðlegum grundvelli en er með rætur sínar í London. Síðasta verk hópsins Hold Me Until You Break vann verðlaun dómnefndar fyrir besta verkið í Sophiensaele í Berlin (100Grad Berlin Festival, 2010)
Önnur verk hópsins hafa verið tilnefnd til Total Theatre Awards (Edinburgh Fringe 2007) og fyrir bestu leikstjórn (Lost Theatre Festival, 2006). Nýjasta verk hópsins Pure Pleasure Seekers sem er tilraunaverk, var samið af hópnum í London og Swiss. Tilraunin verður sett upp í fyrsta skipti á artFart 2010.

Nánari upplýsingar um hópinn: www.bottlefed.org

Sýnt í Útgerðinni

Sýningartímar:
11. ágúst kl 21:00
12. ágúst kl 21:00
13. ágúst kl 20:00

Auglýsingar