Mischa Twitchin

Interjections
Upphrópanir er verk í stöðugri vinnslu og endurmati. Efnistök verksins eru bréfasamskipti franska leikarans, leikstjórans, rithöfundarins og heimspekingsins Antonin Artaud við marga af hans samtíðarmönnum og konum. Meðal annarra André Breton, leiðtoga súrealistahreyfingarinnar og Jacques Riviére ritstjóra Nouvelle Revue Française. Einnig eru notaðar hljóðupptökur af viðtölum og ræðum fólks á borð við Lacan, Sartre og Derrida. Í bréfi til Peter Watson stingur Artaud upp á því að ,,hjá dauðum manni komist aðeins ein hugsun að; að komast aftur inn í líkama sinn, reisa hann við og halda áfram för” og staðhæfir að ,,eigin dauði væri nokkuð sem hann hefði aðeins átt að ganga í gegnum meðan hann lifði”. Þjakaður veltir hann fyrir sér þeim röddum sem hann heyrði meðan hann gekk í gegnum eigin dauða og spyr ,, tilheyra raddir þeirra sem sem ég heyrði, lifandi eða dauðum”?

Aðstandendur: Mischa Twitchin og Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Sýnt á Norðurpólnum
Sýningartímar:
14. ágúst kl 20:00
15. ágúst kl 20:30
16. ágúst kl 20:00

Auglýsingar