Sarah Hopfinger

Small is Beautiful
Mig langar að fara aftur á upphafsreit, til náttúrunnar, þaðan sem ég kom frá, til mömmu minnar, til þess að fæðast, að verða ástfangin og til aldanna í vatninu.

Hér má finna móður og dóttur, vængi úr pappa, lítinn skóg, hobbita fætur, týndan hval og persónur úr Hringadróttinssögu.

Small is Beautiful er einlægt og skondið verk sem reynir að finna von í heimi sem er stöðugt meir og meir úr tengslum við manneskjurnar.

Fullt af leikgleði, en einnig mjög flókið sambland af áhyggjum, gleði og löngunum” (****Glasgow, The Herald).

Sarah Hopfinger er breskur leikhúslistamaður sem hefur það að markmiði að skapa verk sem eru aðgengileg, ögrandi og full af von. Hún vinnur á þverfaglegan hátt og er ekki hægt að staðsetja hana innan einnar stefnu. Verk hennar flýja ekki frá því að horfast í augu við ögranir og hið flókna ferli sem mannleg reynsla en eru á á sama tíma full af leikgleði og húmor.

Heimasíða: www.sarahhopfinger.org.uk

Höfundur: Sarah Hopfinger
Flutt af: Sarah Hopfinger og Val Hopfinger

Sýnt á Norðurpólnum
Sýningartímar
13. ágúst kl 19:00
14. ágúst kl 19:00

Hér má sjá myndbrot af verkinu

Auglýsingar