Stella Polaris

artFart kynnir í samstarfi við Vodafone

The Dream of the Shaman
Stella Polaris mun sýna The Dream of the Shaman. Verk sem er innblásið af norrænni goðafræði. Verkið er helgiathöfn sem fagnar lífinu, náttúrunni og sögu okkar allra.

The Dream of the Shaman mun vakna til lífsins með næturhimininn sem baksviðið og mun svæðið fyllast af villtum hestum, vælandi úlfum, gargangi hröfnum og fuglum frá annari veröld. Verur á stultum, dýragrímur, eldboltar og trommur skapa andrúmsloftið fyrir þennan töfrandi helgisið sem enginn má missa af.

www.stella-polaris.com

Stella Polaris mun sýna verkið sem hluta af Menningarnótt Reykjavíkur. Þetta er fyrsta heimsókn hópsins til Íslands, það er Sviðslistahátíðin artFart í samstarfi við Vodafone sem bíður upp á þessa heimsókn.

Sýnt í Hljómskálagarðinum hjá Bjarkargötu klukkan 22:00 þann 21. ágúst.

Auglýsingar