Árni Kristjánsson

Ekkert merkilegt svo sem

Einleikurinn fjallar um gamlan mann sem Árni, flytjandi verksins, kynntist síðasta sumar í norska bænum Bergen. Árni vann á skammtímavistun og endurhæfingardeild á sjúkraheimili fyrir gamalt fólk. Gamli maðurinn hafði verið svo óheppinn að detta heima hjá sér. Gamalt fólk á það til að detta. Þessi gamli maður lá á eldhúsgólfinu án þess að nokkur kæmi honum til bjargar í mánuð og þrjá daga. þegar honum var svo loksins bjargað trúðu læknar ekki sögunni hans. Síðasta sumar í Bergen fékk Árni að kynnast ráðgátu gamla mannsins. En líka lausninni. Á tæpum klukkutíma tekst verkið á við raunveruleika gamals fólks með alvarlegum en hugljúfum hætti.

Á meðan fréttir af heiminum fylla loftið af harmleikjum, hvíslar hrjúf rödd með sjálfri sér: Æ, þetta er ekkert merkilegt svosem.

Höfundur: Árni Krisjánsson
Flutt af:  Árni Kristjánsson

Sýnt í Útgerðinni

Sýningartímar :
16. ágúst kl 18:00
17. ágúst kl 18:00
18. ágúst kl 18:00
19. ágúst kl 18:00
20. ágúst kl 18:00
21. ágúst kl 18:00
22. ágúst kl 18:00

Verð: 1.200 kr

Auglýsingar