Fröken Fix

Ómynd

Ómynd fjallar um tvær systur á flótta undan óskilgreindri ógn. Þær enda ofan í kjallara þar sem þær bíða þess að þriðja systirin komi með mat og aðstoð. Ekki líður á löngu þar til særður maður hrökklast ofan í kjallarann. Systurnar taka honum með fyrirvara en maðurinn reynist góður og vill þeim vel. Biðin eftir þriðju systurinni og matnum verður erfiðari með hverjum tímanum sem líður og loks átta systurnar sig á því að ekki er allt sem sýnist.
Ómynd er í senn dramatískt, spennandi og sprenghlægilegt.

Leikhópurinn Fröken Fix var stofnaður vorið 2009 af Aldísi Davíðsdóttur og Guðrúnu Sóley Sigurðardóttur við uppsetningu á leikverkinu Bergmál eftir N. Richard Nash.
Fröken Fix dúóið leitast við að vinna sýningar sínar upp á eigin spýtur en fá aðstoð utanaðkomandi fagfólks. Í ár hefur Fröken Fix skrifað nýtt íslenskt verk, Ómynd, sem verður frumflutt á artFart.

Leikstjórn: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Leikarar: Aldís Davíðsdóttir, Guðrún Sóley Sigurðardóttir. Jón Stefán Sigurðsson
Tónlist og hljóðmynd: Helgi Rafn

Staðsetning : Kjallari Einar Ben, Veltusund 1

Sýningartímar:

20. ágúst kl 20:00

21. ágúst kl 20: 00

22. ágúst kl 18:00 og 21:00

Verð: 2.200 kr

Hér má finna kynningar myndbrot

http://www.vimeo.com/frokenfix/videos


Auglýsingar