Homo Ludens

Fjöltengi

Tilveran er endurspeglun á því sem við teljum hana vera. Við hugsum, þess vegna erum við. Við tengjum, þess vegna skiljum við. Tengingarnar eru óreiðukenndar, hvorki reglulegar né línulegar. þær spretta hver af annarri upp úr engu og öllu í kringum okkur, líkt og engifer með sinn ótútreiknanlega vöxt. það vex í allar áttir ólíkt trénu, sem stefnir ávallt upp. Tengingar engifersins eru allrahanda.
Eftir því sem tengingunum fjölgar, eykst skilningurinn og endar óhjákvæmilega í allsherjar uppljómun mannkyns. Mun þá skyndilega verða gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, sem fær mannkynið til að sjá regluna í óreiðunni. Óreiðuna í reglunni.
Tilveran verður ei lengur endurspeglun á því sem við teljum hana vera, heldur mun hún loks verða endurspeglun á því sem við viljum að hún verði.
Er sýningin byrjuð?

Leikstjórn: Hlynur Páll Pálsson

Handrit: Homo Ludens

Tónlist:Gunnar Karel Másson

Lyrík: Ragnar Ísleifur Bragason

Aðstoðarleikstjórn: Ásdís Þórhallsdóttir

Flytjendur: Ásrún Magnúsdóttir, Aude Maina Anne Busson, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, María Þórdís Ólafsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólöf Haraldsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ævar Þór Benediktsson

Sýnt á BSÍ

Sýningartímar:

7. ágúst kl 17:00

8. ágúst kl 17:00

14. ágúst kl 17:00

Verð: Frítt

Auglýsingar