Inga Maren Rúnarsdóttir

No Perfect Moment, Move Your Spirit Now

Verkið er byggt á danstækninni Passing Through eftir David Zambrano. Dansararnir í verkinu tóku allir þátt í danssmiðju Zambrano á Kosta Ríka í upphafi þessa árs og lærðu Passing Through og tæknina Flying-Low. Verkið er byggt á strúkteruðum spuna þar sem dansararnir hafa það að leiðarljósi að geta aðlagast kringumstæðum eins hratt og hugsanlegt er. Ef leiðin er lokuð þá velurðu aðra, hratt, og notar spíral til að komast áfram. Ekki bíða eftir rétta augnablikinu. þú verður að nota það sem þú hefur, hvar sem þú ert, þegar þú ert þar. Lifðu núna!

Dansararnir í verkinu koma héðan og þaðan úr heiminum. Aðstandandi hópsins á Íslandi er Inga Maren Rúnarsdóttir.

Sýnt í Útgerðinni

Sýningartími:
20. ágúst kl 20:00

Verð: 1.200 kr

Auglýsingar