Ingi Hrafn Hilmarsson

In the Beginning

Leikverkið In the Beginning var lokaverk Inga Hrafns við leiklistarskólann Rose Bruford College í London og fjallar það um sköpun mannsins. Leikverkið er afar myndrænt og með því að nota myndlíkingar sem leikararnir skapa á sviðinu er áhorfandinn leiddur áfram og ímyndunarafl hans virkjað. Í túlkun verksins er líkaminn hlutgerður og mikið lagt uppúr líkamstjáningu. Leikverkið er án orða.

Ingi Hrafn Hilmarsson

Ingi Hrafn útskrifaðist sem leikari og leikhúsfræðingur frá Rose Bruford College árið 2009. Auk þess lagði hann stund á leikræna tjáningu við Estonian Academy Of  Music and Theatre. Hann er einn af stofnendum Leikhópsins Vinir sem síðastliðin tvö ár hafa ferðast um landið með frumsamin leikverk fyrir börn. Ingi Hrafn starfar mikið með börnum í tengslum við leiklist og leikræna tjáningu. Frá útskrift hefur Ingi Hrafn tekið að sér ýmis hlutverk í auglýsingum, myndböndum og kvikmyndum, meðal annars í samstarfi við Kvikmyndaskóla Íslands.

Kane Husbands

Kane Husbands útskrifaðist sem leikari og leikhúsfræðingur frá Rose Bruford College árið 2009. Hann var meðlimur í National Youth Theatre 2004-2008 og fékk tækifæri til að koma fram í verkum á borð við Holes (2005, Soho Theatre), Prime Resident (2006, Soho Theatre), ID 1000 (2007, Cumbria), Merchant og Venice (2008, Beijing). Hann hefur einnig komið fram í Spencer House og Buckingham Palace fyrir meðlimi konungsfjölskyldunnar.

Kane var aðstoðarleikstjóri og danshöfundur í leikverkunum Tits/Teeth (2009. Soho Theatre). Í janúar 2010 gekk Kane til liðs við Creative Learning Team í National Youth Theatre í Bretlandi.

Höfundar og flytjendur: Ingi Hrafn Hilmarsson og Kane Husbands

Staðsetning: Listasafn Reykjavíkur  – Hafnarhúsið

Sýningartímar:

19. ágúst kl 20:30

21. ágúst kl 20:30

Verð: Frítt

Auglýsingar