Dans á rósum

MARIO BROS

Mario og Prinsessan eru sífellt að lenda í vandræðum.Við lítum inn þegar Mario vaknar og uppgötvar að það er búið að ræna prinsessunni hans enn og aftur.
Hann ákveður að takast á við þetta grafalvarlega vandamál með aðstoð bróður síns, Luigi og tjá þeir bræður baráttu sína með dansi og söng.
En ekki er allt sem sýnist! Mun Luigi svíkja bróður sinn?  Er prinsessan nú þegar dáin? Nær Mario að sigra endakallinn? Mætið og þið munið komast að því.

MARIO BROS er sýning fyrir alla fjölskylduna. þú færð að taka þátt með því að syngja með í viðlögum, hlæja dátt og klappa mikið.

Hugmyndasmíð: Íris Stefanía Skúladóttir, Rósa Rún Aðalsteinsdóttir og Búi Bjarmar Aðalsteinsson

Danshöfundur: Rósa Rún Aðalsteinsdóttir

Leikstjórn: Íris Stefanía Skúladóttir

Þáttakendur: Halldór Halldórsson, Saga Garðarsdóttir, Díana Rut Kristinsdóttir, Axel Diego, Sindri Steinn Diego, Jóakim Meyvatn Kvaran, Arndís Benediktsdóttir og Særós Mist Hrannardóttir

Tónlist og hljóðmynd: Halldór Eldjárn

Ljósahönnun: Björn Elvar Sigmarsson

Sýnt á Norðurpólnum.

Sýningartímar:

12. ágúst kl 19:30
13. ágúst kl 21:00
15. ágúst kl 18:30

Verð: 2.200 kr

Auglýsingar