Kammersveitin Ísafold og Spektralhátíðin

Spektralhátíð Ísafoldar

Allt er tíðni. Við sjáum mismunandi liti og skynjum mismunandi hljóð vegna þess að tíðni þeirra er ólík. Heil tónlistarstefna er tileinkuð tíðnipælingum og hljóðeðlisfræði, Spektralstefnan. Kammersveitin Ísafold hefur fengið til liðs við sig nokkra fremstu vídjólistamenn ungu kynslóðarinnar. Þeir hafa unnið vídjóverk við tónverk Spektralstefnunnar. Tónlistin verður flutt „live“ við vídjóverkin. Úr verður tilraunakennd upplifun á hljóðum og myndum. Gjörningurinn fer fram í húsnæði Norðurpólsins úti við Gróttu miðvikudagskvöldið 18. ágúst. Hvert vídjóverk verður flutt a.m.k. tvisvar sinnum á tímabilinu 19:00 – 23:00. Ekki er um hefðbundna tónleika að ræða, fólki er frjálst að koma og fara þegar hentar. Boðið verður upp á súpu og drykki. Kl. 20 flytur Ed Finnis, 26 ára tónskáld og sérfræðingur í Spektralstefnunni fyrirlestur um hugmyndafræði stefnunnarwww.isafold.net

19:00 Tristan Murail Cloches d’adieu et un sourire, Stóra sal. Myndverk: Henrik Linnet

19:05 Tristan Murail Feuilles à travers les cloches, Stóra sal. Myndverk: Ingibjörg Birgisdóttir

19:20 Giacinto Scelsi Piece for solo trombone. Hliðarsal.

19:25 Giacinto Scelsi Pranam II, Stóra sal. Myndverk: Una Lorenzen

19:40 Gérard Grisey Periodes, Stóra sal. Myndverk: Sara Gunnarsdóttir

20:00 Fyrirlestur Ed Finnis, Litla sal

20:30 Olivier Messiaen Abîme des oiseaux. Hliðarsal.

20:45 Ed Finnis Strengjakvartett. Litli salur. Myndverk: Anne Harild

21:00 Georg Friedrich Haas Tria ex uno. Stóri salur.

21:20 Marc-André Dalbavie Palimpeste. Stóri salur.

21:40 Salvatore Sciarrino Caprices. Hliðarsalur.

22:00 Gérard Grisey Periodes, Stóra sal. Myndverk: Sara Gunnarsdóttir

22:15 Tristan Murail Cloches d’adieu et un sourire, Stóra sal. Myndverk: Henrik Linnet

22:20 Tristan Murail Feuilles à travers les cloches, Stóra sal. Myndverk: Ingibjörg Birgisdóttir

22:30 Giacinto Scelsi Pranam II, Stóra sal. Myndverk: Una Lorenzen22:45 Ed Finnis Strengjakvartett. Litli salur. Myndverk: Anne Harild

Tónlistarmenn: Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, Elfa Rún Kristinsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Margrét Árnadóttir, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Melkorka Ólafsdóttir, Grímur Helgason, Ella Vala Ármannsdóttir, Ari Hróðmarsson, Kjartan Guðnason, Hrönn Þráinsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir

Hljóðmaður: Sturla Míó Þórðarson

Myndlistarmenn: Una Lorenzen, Hentrik Linnet, Ingibjörg Birgisdóttir, Sara Gunnarsdóttir, Anne Harild

Sýnt á Norðurpólnum

Sýningartími:
18. ágúst 19:00 – 23:00

Verð: 2.000 kr með súpu og drykk, 1.500 kr án súpu og drykks.

http://vimeo.com/4291071

Auglýsingar

Eitt svar við Kammersveitin Ísafold og Spektralhátíðin

  1. Guðný Þóra sagði:

    En geggjað hlakka til að sjá og heyra, mega spennandi!!!

Lokað er á athugasemdir.