The Shakespeariment

Shakespeare í stykkjatali

Verkið er hluti af B.A. verkefni Hrefnu Lindar Lárusdóttur í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Sýningin er afrakstur rannsóknar þar sem er leitast við að skoða spennuna milli líkama og orðs. Spurningum, s.s. um hvaða áhrif líkaminn hefur á orðin, er velt upp. Tilraun er gerð 
til að skapa sögu, tengsl og sýningu án þess að textinn stýri framvindu verksins.
Leikhópurinn The Shakespeariment vinnur með texta úr nokkrum verkum Shakespeares, þar sem spunavinna er miðlægur þáttur ferlisins. Afraksturinn er sýndur í Crymo gallerí og verður húsið opið gestum og gangandi. Auk þess verður hægt að skyggnast inn í vinnuferlið út frá 
ljósmyndum, vídeóinnsetningum og myndlist.

Þáttakendur:  Hrefna Lind Lárusdóttir. Annetta Rut Kristjánsdóttir.  
Anna Þórhildur Sæmundsdóttir. Gísli Björn Heimisson. Halla Norðfjörð Guðmundsdóttir. Magnús Örn Sigurðsson.Kristín Rós Birgisdóttir, Alexandra Andradóttir, Alda Marín Kristinsdóttir, 
Bergrún Íris Sævarsdóttir, Hafsteinn Þráinsson, Ellen Ragnarsdóttir

Sýnt í Crymo Gallerí .

Sýningartímar:

17. ágúst kl 18:00 – 21:00

18. ágúst kl 18:00 – 21:00

Verð: Frítt

Auglýsingar