Sigurður Arent Jónsson

Blóðeik

Blóðeik er rauðleitur rekaviður. Sagt var að ef slíkur viður var notaður í skip taldi þjóðtrúin að það myndi farast. Talinn manndrápsviður.*

Þar sem viðurinn veltist um í flæðarmálinu er sem penna sé lyft af blaði. Lína hefur verið dregin milli staða, milli fólks og frásagna.
Með rekavið að vopni hegg ég í minn eigin knérunn og rannsaka þessar tengingar og frumsöguleg gildi þeirra. Rekinn er manngerður með hreyfingum en á móti hlutgerist listamaðurinn og höggmyndarlegir eiginleikar hans afhjúpast.

*Tekið af wikipedia

Höfundur og flytjandi: Sigurður Arent Jónsson

Sýnt á Norðurpólnum

Sýningardagar:

12. ágúst kl 20:30

15. ágúst kl 19:30

16. ágúst kl 19:00

Verð: 1.200 kr

Auglýsingar