Snædís Lilja Ingadóttir

Just here!

Persónulegt rými er það svæði sem hver einstaklingur lítur á sem sitt eigið. Innrás inn í þetta rými veldur oft óþægindum, reiði eða kvíða. Þetta er þó einstaklingsbundið og viðbrögð við slíkri innrás fara eftir því hver það er sem stendur á bak við hana. Okkur líður betur í kringum ákveðið fólk en annað. Og þó þú getir verið náinn ákveðnum aðila í ákveðinn tíma getur það seinna valdið pirringi eða jafnvel reiði. Í sýningunni er skoðað hvernig er hægt að færa okkar innra rými út í hið leikræna rými.

Mig langaði að tjá eitthvað sem ég gat ekki tjáð með orðum. Eitthvað sem ég varð nauðsynlega að segja, en gat það ekki með orðum. Þetta eru tilfinningar, spurningar. Sem ég get ekki svarað.
-Pina Bausch

Höfundur: Snædís Lilja Ingadóttir
Flutt af: Snædís Lilja Ingadóttir, Ravien Van den Hil, Sandra Gísladóttir og Brynjar Ingi Unnsteinsson.

Sýnt í Útgerðinni

Sýningartímar:

6. ágúst kl 20:00
7. ágúst kl 20:00
8. ágúst kl 20:00

Verð: 1.200 kr

Auglýsingar