Sýnir

Allir komu þeir aftur

Í verkinu mætast nútíð og fortíð í umgjörð náttúruaflanna. Verkið gerist í smáþorpi í litlum dal þar sem áfall hefur dunið á þorpsíbúum. Dag einn kemur ný herstjórn í dalinn sem vill byggja virkjanir og biður þorpsbúa um að segja skilið við fortíðina og líta fram á við. Óviljug að sættast við þessar
hugmyndir, rís ein af gömlu konunum á fætur og heimtar að fá að vita um afdrif mannanna í hennar fjölskyldu. Stuttu síðar flýtur lemstrað og óþekkjanlegt karlmannslík niður ána sem hrindir af stað atburðarás sem hvorki herinn né konurnar gátu séð fyrir.

Leikstjóri: Aldís Davíðsdóttir

Leikarar: Aðalheiður Gunnarsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Margrét Þorgeirs, Erna Björk Hallbera Einarsdóttir, Erla Steinþórsdóttir, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Guðmundur Auðunsson, Hafsteinn H. Sverrisson, Kristinn Ágústsson, Kristín Rós Birgisdóttir, Kristín Rós Kristjánsdóttir, Nanna Gunnarsdóttir, Ólafur Helgason, Sara Blandon
.
Staðsetning: Elliðaárdalur smellið á linkinn til að sjá kort

Sýningartímar:

19. ágúst kl 18:00
20. ágúst kl 18:00
21. ágúst kl 18:00
22. ágúst kl 18:00

Verð: 2.200 kr

Auglýsingar