The Mighty Night Warriorz

Er þetta raunverulegt?

Verkið byggist á því að tengja ein fjölförnustu gatnamót miðbæjarins, Ingólfstræti & Bankastræti. Með því að notast við litríka þræði og bönd verður til óákveðið mynstur yfir og í kringum vegfarendur miðbæjarins. Dansararnir munu klæðast litríkum búningum sem fanga athygli bæjarbúa þar sem þeir vefa ímyndaðan himin sem tengir götuhornin saman. Verkið er unnið í samstarfi við danshópinn Uppsteyt.

Lilja, Tinna og Rebecca hittust fyrst vorið 2010 í Reykjavík. Sameiginlegur áhugi þeirra og innblástur leiddi þær í að stofna listahóp sem þær kalla The Mighty Night Warriorz. Verk þeirra eru byggð á húmor, litagleði og að koma fólki á óvart. Lilja og Tinna hafa báðar stundað listdansnám í Reykjavík og víðar, en Rebecca, sem upprunalega er frá Montreal, Kanada, býr nú og starfar í Reykjavík.

Höfundar og flytjendur:  Lilja Björk Haraldsdóttir,  Tinna Guðlaug Ómarsdóttir og Rebekka Louder, Auður Ragnarsdóttir,  Unnur Ósk Stefánsdóttir og Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir

Staðsetning: Gatnamót Ingólfsstrætis og Bankastrætis

Sýningartími: 21. ágúst kl 14:00 – 16:00

Verð: Frítt

Auglýsingar