Reykjavík Public Space Programme

Public Space Programme (PSP) er nýr hluti artFart sem snýr að staðsértækum verkum og list í almenningsrýmum. Undir hatti Public Space Programme eru vinnustofur, fyrirlestrar og tvær þriggja vikna gestadvalir þar sem tveimur listamönnum verður veitt aðstaða til að þróa ný verk í almenningsrýmum undir handleiðslu þekkts listamanns. Gestalistamönnum býðst svo að fara með afrakstur dvalarinnar á ANTI festival sem haldin er ár hvert í Kupio, Finnlandi og sérhæfir sig í staðsértækum verkum og list í almenningsrýmum. Dagskrá PSP er alfarið undir dagskrá artFart og má sjá hana í heild sinni hér: Public Space Programme – bæklingur

Sjá nánari upplýsingar um:

Auglýsingar