Edmund Finnis

Edmund Finnis (1984) er tónskáld og hefur aðsetur í Lundúnum. Hann skrifar tónlist fyrir tónleikasali, myndlistargallerí, kvikmyndir, dansgólf og danssýningar. Edmund ólst upp í Oxford. Hann lærði tónlist og tónsmíðar í Kings College og Guildhall School of Music and Drama í London og kláraði mastersgráðu með hæstu einkunn 2007. Í kjölfarið tók hann ár í að spila á hljóðgervla, útvörp, trommumaskínur og samplera með rafhljómsveitinni TEED, m.a. á Glastonbury, Truck Festival, Secret Garden Party og Big Chill Festival. Samhliða sinnti hann eigin tónsmíðum og vann að samstarfsverkefnum með dönsurum og myndlistarfólki.

Ed Finnis, sem heldur fyrirlestur um spektraltónlist miðvikudagskvöldið 18. ágúst kl. 20 í Norðurpólnum

Auglýsingar