Inga Maren Rúnarsdóttir

Inga Maren mun halda vinnustofu þar sem unnið verður með tækni David Zambrano. Hún hefur nýlokið námskeiði í heimsfrægu danstækni Zambranos; Flying Low og Passing Through. Þessar vinnustofur munu bjóða upp  á spennandi tækifæri fyrir dansara, danshöfunda og listamenn sem vilja víkka út hinn listræna og tæknilega ramma sinn.

Vinnustofan mun skiptast í tvo hluta;
1. Hluti
í fyrsta hluta námskeiðsins verður farið ítarlega í Flying Low tæknina og er námskeiðið sérstaklega fyrir dansara.

2. Hluti
Í öðrum hluta verður farið í  Passing Through tæknina og rannsakað hvernig hún getur verið stökkpallur fyrir listræna vinnu í almenningsrýmum.

Verð:
1. Hluti: 10,000 ISK
2. Hluti: Ókeypis

Tímasetningar:
1. Hluti: 16., 17., 18., 19., 20. ágúst kl 18:00 – 19:30
Staðsetning: Danslistaskóli JSB
2. hluti:: 16., 17., 18., 19., 20. ágúst kl  19:30 – 21:00

Þáttakendur eru hvattir til að taka þátt í báðum vinnustofunum, en einnig er hægt að sækja aðra hvora.

Auglýsingar