Fyrri ár

Fyrsta artFart hátíðin var haldin sumarið 2006 í húsnæði Ó Johnson og Kaaber verksmiðjunnar við Sæbraut. Upphaf hátíðarinnar má rekja til þess að fimm hópar, sem allir voru á sumarlaunum Hins hússins, voru allir að frumsýna verk í ágústmánuði. Þeir ákváðu því að sameina krafta sína og koma á laggirnar hátíð til að auðvelda kynningu á verkunum og vinna saman. Hóparnir fengu aðstöðu í Ó Johnson og Kaaber verksmiðjunni til æfinga og sýninga og stuttu seinna bættust fleiri við. Að lokum tóku þátt sjö hópar þátt og samanstóðu þeir af 19 leiklistar- og dansnemum. Hátíðin var haldin í tíu daga í ágúst og mættu tæplega þúsund manns á sýningarnar. Móttökurnar voru framar vonum og minntist Ragnheiður Skúladóttir, deildarstjóri leiklistardeildar LHÍ,  á verkefnið sem eitt af áhugaverðustu listviðburðum ársins í ársuppgjöri Víðsjár. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er hún nú fastur liður í menningarheimi Reykvíkinga.

Auglýsingar