SMS þjónusta

Vilt þú fá upplýsingar um artFart beint í símann þinn?

Upplýsingar um leynilegar sýningar, frumsýningar dagsins og fleiri skemmtileg SÖRPRÆS… sendu okkur þá póst á artfart@artfart.is með skilaboðunum TEXTME og númerinu þínu!

Auglýsingar
Birt í Uncategorized

Yfirlit yfir dagskránna!

Dagkráin er komin í PDF skjal!

Það má sjá undir Dagskrá 2010!

Birt í Uncategorized

Klippikort artFart

Í ár mun artFart bjóða hátíðargestum upp á það að kaupa sér klippikort sem gildir á hátíðina.

í boði er 10 klippa kort sem kostar 9000kr. Kortið virkar þannig að fyrir sýningu sem kostar 1200 kr er eitt klipp tekið og fyrir sýningu sem kostar 2200 eru tvö klipp tekin.

Sem sagt 300kr afsláttur af 1200kr sýningu og 400 kr afsláttur af 2200kr sýningu

Við hvetjum alla til þess að nýta sér þetta frábæra tilboð!

Nánari upplýsingar og  sala fer fram í síma 663 – 9444 og á artfart@artfart.is

Birt í Uncategorized

Dagskráin er komin í loftið

Dagskrá hátíðarinnar hefur verið birt og er um auðugan garð að gresja.

28 verk munu sýna á hátíðinni í ár og hefur fjöldinn aldrei verið jafn mikill.

3 vinnustofur, fyrirlestrar og fleira áhugavert má finna… allar upplýsingar má finna undir hlekknum Dagskrá 2010

Einnig er bæklingur Reykjavík Public Space Programme kominn á netið og hann má nálgast hér.  Bæklingur

Birt í Almennar fréttir, Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Viðtal við Richard DeDomenici

Hér í PDF-skjali er viðtal sem birtist við breska listamanninn og aktívistann Richard DeDomenici í Total Theater Magazine en Richard verður einmitt með ókeypis vinnustofu á Reykjavík Public Space Programme 3.-5. ágúst.

Verk Richards eru anarkó-súrrealísk innslög sem takast meðal annars á við pólitísku hliðar almenningsrýma og þau hegðanamynstur sem eru okkur (sjálf)gefin.

Birt í RPSP | Færðu inn athugasemd

Myndbrot frá artFart 2009


Sýnt 16. júní 2010 á verðlaunahátíð íslenskrar leiklistar, Grímunni.

Birt í Almennar fréttir | Færðu inn athugasemd

RPSP óskar eftir umsóknum um gestadvalir II

Eftir óskum hefur RPSP ákveðið að einfalda umsóknina og framlengja umsóknarfrestinn til miðnættis 7. júlí.

Þátttakendum í þessu frábæra tækifæri fá reglulega í hendurnar vinnureglur eftir ekki verra fólk en Tim Etchells, The Icelandic Love Corporation, Samo Gosarič og Gob Squad.

Til að sækja um þá sendið eftirfarandi á publicspaceprogramme@artfart.is:

  1. Áhugayfirlýsingu – hvers vegna er gestadvölin fyrir þig? Hér er gott að nefna áhrifavalda og stefnu í listsköpun.
  2. Gróf útlistun á þeirri hugmynd sem þú munt vinna að á meðan dvölinni stendur.
  3. Ferilskrá
Birt í Gestadvalir, RPSP | Færðu inn athugasemd